Vesturport gerir Malmö / Vesturport does Malmö

Posted July, 25 2012

Eftir arfaslakt sumar með endalausri rigningu og drunga, kemur Vesturportshópurinn í heimsókn til Malmö, og auðvitað tókum við sólina með okkur. Nú skín hún sínu skærasta á heiðbláum sænskum himni og Svíarnir brosa út að eyrum. Undirbúningur fyrir sýningar á BASTARD gengur mjög vel. Sviðsmenn mættu á undan og settu upp sýningartjaldið, og þegar allri erfiðisvinnu var lokið, komu listamennirnir.

Tjaldið á leiðinni upp.

Allt að gerast!

Tjald komið upp og tilefni til að skála.

Síðustu dagar hafa farið í að koma sýningunni í rétt horf, stilla og bæta. Þess á milli tönum við okkur í drasl, sprellum og stælumst. Frumsýning í Malmö er laugardaginn 28. júlí. Þá byrjar ballið fyrir alvöru. Við hlökkum til. Stay tuned.

Ellen, Pia og Ömmi sviðsmaður með tveimur ónefndum aðdáendum.

Ólafur Darri Ólafsson – óskabarn þjóðarinnar.

Sól, bara sól.

Vesturport next production is BASTARD – en familjesaga, co-operation with Reykjavik City Theater, Malmö Stadsteater and FAAR 302. Premier in Malmö 28th of July. It’s gonna be a blast!