08 Aug 2012

Ferðalok frumsýnt 10. MarsVesturport frumsýnir Ferðalok, 6. þátta sjónvarpsþáttaröð, á RÚV 10. mars nk.

Ferðalok fer yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og tengir þá við fornminjar og gripi sem enn eru til, annað hvort úti í náttúrunni eða á söfnum. Rýnt verður í sögu forfeðranna og munu fornminjar ásamt náttúrunni og munnmælasögum, ef svo ber undir, gefa innsýn í fortíðina.

Lagt er upp með að sögumaður gangi á söguslóðir, segi frá viðfangsefni þáttarins, stikli á sögunni, ræði við fræðimenn, sagnamenn, heimamenn o.fl. Að því búnu verður sagan rökrædd í því ljósi sem við á hverju sinni.

Markmið þáttanna er að gera fornsögurnar sýnilegri almenningi á fræðilegan og skemmtilegan hátt og kanna jafnframt sannleiksgildi ýmissa sagna. Þar munu fræðin standa andspænis eigin aðferðafræði og þurfa að glíma við svör sem enginn hefur getað svarað fram til þessa.