Vesturport í Plzen
Posted September, 12 2015
Þá erum við í Vesturporti komin til Plzen, Tékklandi – og erum þar að æfa Brim sem verður frumsýnd hér á morgun, sunnudag.
Það er gaman að segja frá því að meðan við erum hér á meginlandinu erum við líka að frumsýna Í Hjarta Hróa Hattar á Stóra Sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld, sem og að Móðurharðindin sem við frumsýndum síðasta laugardag í kassanum í Þjóðleikhúsinu er einnig í kvöld… þannig Vesturport er á 3 sviðum samtímis 🙂
En nóg um það… og áfram með sögur frá hinni frábæru borg Plzen – þar sem hitinn er rúmar 20 gráður og bjórinn kostar um 150 kall… þetta byrjar vel… eða …. þangað til…
… að flugvélinni hans Gísla Arnar sem fer með hlutverk Benna í Brim var cancelerað. Staðan er því sú að við erum hér í leikhúsinu að æfa á fullu og á meðan gengur Gísli um flugvöllinn í París og leitar sér að nýju fari…. Við treystum því að þetta reddist…
Við sýnum eina sýningu hér sem áður segir á morgun kl.15.00 og fyrir ykkur sem langar að koma og sjá – þá er því miður orði uppselt…
Ég læt fylgja með myndir – frá því í dag þegar við vorum að setja upp leikmyndina og held svo áfram að koma með spennandi sögur héðan – og vonandi ferskar fréttir af ferðalögum Gísla…. þetta er að verða æsispennandi….
Ástarkveðjur til ykkar allra, Rakel.