BASTARD FRUMSÝNT!

Posted July, 29 2012

Við frumsýndum BASTARD í gærkveldi við heilmikinn fögnuð. Það var rétt eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið á fundi að gefa Malmö frí frá úrhelli. Allt í kring, bæði í Danmörku og annars staðar í Svíþjóð bárust fréttir af þrumuregni og hávaðaroki. En á Mölleplatsen bærðist ekki strá og við fengum fyrirtaks frumsýningarveður.

Og nú er sumsé “rönnið” hafið. Listrænir stjórnendur og framkvæmdalið heldur heim í dag og á morgun. Eftir eru Ólafur Darri Ólafsson, Jóhanna Vigdís, Víkingur Kristjánsson Jóhannes Níels og Björn Helgason tæknimógúll – íslenskir þátttakendur í þessu stórskemmtilega og tilkomumikla skandínavíska verkefni. Við sýnum í Malmö til 19. ágúst.

BASTARD premiere in Malmö Sweden. Despite of bad weather forecast we had a beautiful premiere night and everything went quite well. BASTARD will be performed until 19th of August in Mölleplatsen Malmö.