and they all loved it…
Posted December, 13 2012
Ameríku frumsýning á FAUST gekk svona líka svona glimmrandi vel í gær..
Maggi Jóns og Hlynur fyrir frumsýninguna
Þorsteinn, Gísli og Nilli léttir fyrir ameríkufrumsýninguna
Vallý er með tryggari aðdáendum Vesturports
Sigga Rósa snilli sér um að lúkkið sé í lagi..
Án þeirra fer engin sýning á sviðið... eðal menn
Stacey sér um hópinn fyrir hönd leikhússins... og hún er alveg með´etta
Nína breytir sér í Lilith
Hanna Maja fann kjólinn sinn..
Nína hitar upp rétt áður en gestum er hleypt inn í salinn
Svava & Víkingur hita upp.... og alltaf er stutt í glensið...
Hanna Maja stígur að sviði eftir upphitun.... þá er ekkert eftir nema að ...
… að fá gesti í húsið…
Stacey og Jörri voru fyrstu gestir kvöldsins..
Bjössi er alltaf hress og Halla líka
gestir streyma inn í húsið
Gísli og aðalstjarna leikhússins..
Svo var bara að setjast niður og njóta…. og þvílíkt sem það gekk vel.. helda bara að sýningin hafi aldrei verið betri… og áhorfendur voru á sama máli…. ég fékk mikið að heyra í partýinu sem haldið var eftirá … I love the show……
partýið eftir á
það var að sjálfsögðu slegið upp veislu til heiðurs hópnum – og þar var boðið uppá mat og með því… rosalega flott..
Hér drekkur maður til heiðurs hverfinu...
Dýri Stacey og Ömmi... allir alveg eiturhressir eftir showið.
þessi þrjú á palli voru líka eiturhress.... takið efir sérsaumuðu jakkafötunum hans Gísla...
Gísli sló á létta strengi í ræðunni sinni að lokinni sýningu...
Svo var bara drukkið, minglað, borðað og skemmt sér …þar til að allt kláraðist á barnum… hér eru greinilega íslendingar á ferð… þá var bara haldið á næsta stað ….
FAUST í New York, Brooklyn
Ég fæ fleiri myndir úr partýinu sem ég mun setja hér inn á næstu dögum… en nú fer að styttast í sýningu tvö… Rúnar Freyr komin með hálsbólgu … við vonum að New Yorker´s eigi eftir að heyra í honum 🙂
Ást og virðing yfir hafið frá okkur öllum í NY.