Boston …until next time…

Posted March, 03 2013

Nú er að síga á seinni hluta ferðar okkar. Við frumsýndum hér í Bostonborg miðvikudaginn 27. febrúar og í kjölfarið koma 5 sýningar til viðbótar. Allt gengur eins og best verður á kosið, áhorfendur hrífast, miðar rjúka út og hópurinn allur í góðum gír.

Selma Björns sómir sér vel fyrir utan leikhúsið í Boston.

Selma Björns sómir sér vel fyrir utan leikhúsið í Boston.

Það vekur nokkra furðu að ekki er til það veitingahús hér, hversu fínt sem það á að teljast, sem býður ekki upp á sjónvarpsskjái í hverju horni. Aðspurður um þetta sagði þjónn á einum staðnum: “Well, we like sports!” Sem væri gott og gilt svar í sjálfu sér, ef ekki væri fyrir allar þær auglýsingar og annað rusl sem truflar útsendingar sjónvarpsstöðva endalaust.

Nýjasta nýtt: Nú þarftu ekki að æfa nema 10 mínútur á dag til að verða helmassaður/mössuð á augabragði. Allt sem þú þarft eru nokkrir dvd diskar og þar til gerðar teygjur sem fást á fáranlega góðu verði og málið er dautt! “That’s all it takes!”

you can´t miss it.... Sjónvarp allstaðar í Boston.....

you can´t miss it.... Sjónvarp allstaðar í Boston.....

Af veðri er það að frétta (auðvitað verður að fylgja þannig klausa) að það hefur ekkert verið að dekra við okkur og aðeins einu sinni hefur sést í bláan himinn síðan við komum og þá var ekki að spyrja að því, borgin vaknaði af drungadvala. Það er víst eins með Boston og aðra staði, hún er fallegust þegar sólin skín á hana.

 Hamskiptahópurinn glæsilegi á sviðinu í Boston eftir vel heppnaða frumsýningu

Hamskiptahópurinn glæsilegi á sviðinu í Boston eftir vel heppnaða frumsýningu

Síðasta sýning í Paramount Center í Boston er sunnudaginn 3. mars. Síðdegis daginn eftir fljúgum við heim og það verður kominn 5. mars þegar við lendum í Keflavík.

Vesturport’s Company is very grateful for the pleasant time in Washington DC and Boston, performing METAMORPHOSIS. Last performance in Boston’s Paramount Center sunday march 3rd. Until next time: Thank you!