Faust plakatið í Seoul
Posted October, 26 2011
Allt gengur súper vel hér í Seoul…. Fyrsta tæknirennsli að fara að hefjast og svo frumsýning á morgun.
Borgin er ótrúlega skemmtileg – hér er allt opið alltaf og ekkert því til fyrirstöðu að detta í hárgreiðslu á
einum af fjölmörgum hárgreiðslustofum borgarinnar, sem eru hér á hverju strái t.d kl 0300 um nótt….- yfirleitt loka hárgreiðslustofurnar kl 05.00 … og opna svo klukkutíma síðar eða kl 06.00 – Já eða þá að kaupa sér hvolp á miðnætti.
Svo eru nuddstofur á hverju horni og þær eru geggjaðar… svo hér eru allir mjúkir með fallegt hár 🙂
Salan á sýninguna gengur vel og mikil eftirvænting – fjölmiðlar mæta á morgun á general prufuna… fullt af sjónvarpsstöðvum, blaðamönnum og fleiri… þannig við getum ekki kvartað yfir neinu hér hinu megin á hnettinum…
Flestir eru búnir að ná sér af flugþreytu og tímamismun og eru í rífandi gír…
tilfinningin er góð og von á alveg dúndur showi hér í Seoul… Kórea má fara að hlakka til
Ps. snúran í stóru vélina er enn týnd… en voanndi get ég farið að setja inn myndir úr henni…. en stekk núna með Iphoninn að vopni og tek nokkrar af æfingunni sem ég posta inn eftir smá…..