HAMSKIPTIN SÝND Í WASHINGTON OG BOSTON

Posted February, 26 2013

Enn á ný höldum við af stað og sýnum fyrir nýja áhorfendur á nýjum stöðum. Í þetta sinn er það sú víðförula sýning HAMSKIPTIN, og við erum stödd í Boston – nýbúin að klára 3 sýningar í mjög svo upphafna menningarsetri The Kennedy Center í Washington.

Leikhúsið glæsilega.

Leikhúsið glæsilega.

Viðtökur þar voru hreint út sagt frábærar. Það virðist engu skipta hvar Hamskiptin koma á svið, það virðast allir tengja á sinn hátt við þessa mögnuðu sögu. Uppselt var á allar sýningar.

Gísli súperstjarna í Hvítahúsinu.. þessi vildi mynd af sér með Gísla þar sem hann hafði séð sýninguna kvöldinu áður...

Gísli súperstjarna í Hvítahúsinu.. þessi vildi mynd af sér með Gísla þar sem hann hafði séð sýninguna kvöldinu áður...

Sendiráð Íslands í Washington hélt samsæti eftir frumsýningu og bauð okkur velkomin. Það var… gaman

Dýri að tjatta við celebin

Dýri að tjatta við celebin

 

Ingvar og Edda fara með hlutverk í Hmaskiptunum.. og þau eru hjón.. og stórkostleg..

Ingvar og Edda fara með hlutverk í Hmaskiptunum.. og þau eru hjón.. og stórkostleg..

svalasti leikmyndahönnuðurinn í Ameríku.... Börkur Jóns..

svalasti leikmyndahönnuðurinn í Ameríku.... Börkur Jóns.

Og núna erum við sumsé komin til Boston. Hér verða 6 sýningar í Paramount leikhúsinu. Aðstandendur hvíla sig og slaka á á meðan leikmyndin er flutt með flutningabílum hingað yfir.

Boston er falleg borg. En hún er líka köld borg. Hér er vetur. Kannski ekki eins og við þekkjum hann heima, en loftslagið er ólíkt okkar og kuldinn um leið ágengari. Hlýr klæðnaður er algert skilyrði.

Við tökum veðurfarinu með íslensku jafnaðargeði, og við erum tilbúin í slaginn. Á morgun hefst uppbygging á leikmynd, fyrsta sýning er miðvikudaginn 27. febrúar.

Bestu kveðjur heim! Það er gaman að vera global, ef maður gleymir því ekki að maður er lókal….