JinJu… FreshFresh

Posted November, 03 2011

Við byrjuðum daginn í gær á smá líkamsrækt,  ætluðum reyndar að fara í fótbolta en fundum engan völl… enduðum því í körfubolta meðfram ánni í miklum hita & raka  – það er frásögu færandi að mitt lið vann að sjálfsögðu

Fersir folar og píur spila körfu..

Ferskir folar og píur spila körfu..

Nilli var valin maður leiksins

Nilli var valin maður leiksins

svo var komin tími á að færa sig um set.... enda ansi heitt fyrir íþróttaiðkun

svo var komin tími á að færa sig um set.... enda ansi heitt fyrir íþróttaiðkun

Víkingur... to cool for... basketball..

Víkingur... to cool for... basketball..

og bleiku svínin einsog við kjósum að kalla okkur ákváðum að skella okkur í spa…sem reyndist vera baðhús

eftir smá hringsól með leigubíl komumst við á leiðarenda

eftir smá hringsól með leigubíl komumst við á leiðarenda

Rokkstjörnur í JinJu

Rokkstjörnur fyrir utan baðhúsið í JinJu

Þar var ekki alveg sami lúxus og við sáum fyrir okkur heldur var þetta samansafn af fólki úr sveitinni að baða sig og hanga í heitum og köldum pottum.. og að sjálfsögðu voru allir naktir… þetta var ansi fyndin upplifun.. við komumst lífs af og ansi hrein FRESH FRESH

Nuddstólar í baðhúsinu

Því miður mátti ekki taka myndir þar inni en baðhúsið er á 6 hæðum – blanda af baðstöðvum, gufuböðum, fótboltavelli ofl.

Hittum mann í baðhúsinu sem kunni pínulítið í ensku og gat tjáð sig um að Iceland will be ok… þar hafið þið það..

Svo var brunað í bæinn… flestir fengu sér að borða og svo var kíkt í leikhúsið

þannig það var brunað á næsta stað í ansi sterkan mat sem engin veit hvað var... og það kallaði á kók..

þannig það var brunað á næsta stað í ansi sterkan mat sem engin veit hvað var... og það kallaði á kók..

Það er ekki að spyrja að því að samvinnan við þá kóresku hér í leikhúsinu er fullkomin, en þetta er sama lið og var með okkur í Sól. Svo er íslenska tæknifólkið SNILLINGAR, þannig að allt gengur súper vel.

Akkúrat núna er tæknirennsli þar sem leikarar fara í gegnum þær breytingar sem þarf að gera, því ekki eru öll leikhús eins í heiminum.

Æfingin stendur til kl 22.00

Á morgun er svo frumsýning í JinJu – leikhúsið hér er risa stórt og tekur salurinn rúmlega 1600 í sæti. Markaðssetningin er góð og sjáum við póstera og bæklinga með Faust útum allan bæ.

Þetta lofar allt mjög góðu.

ps. nú er víst komið nýtt lúkk á bloggið.. og á að vera hægt að commenta þannig ég hvet ykkur öll til þess.. tek líka á móti spurningum 🙂

Svo ef þið klikkið á myndirnar verða þær stærri.

ást & virðing Rakel