JinJu here we come
Posted November, 01 2011
JinJu here we come
Þá kvöddum við hótelið í Seoul og náðum öll ( sumir með naumindum ) rútunni til JinJu.
og rútan var 1st class..
Við náðum JinJu eftir frábært ferðalag um sveitina í Kóreu. Hótelið hér sem er í raun motel gerir greinilega ekki ráð fyrir langtímagistingu þar sem engir skápar / hillur eða pláss yfir höfuð er inná herbergjunum. Rúmmið er það hart að maður fær gott nudd af gormunum yfir nóttina sem og að það ískápurinn er það lítill að ekki er pláss fyrir neitt í honum nema jú kannski einu epli… en það er þó ekki yfir neinu að kvarta – hótelið býður uppá hársprey, hárgel og silkisloppa…. JinJu er frábær staður
Hressu krakkarnir í crewinu fór beint í það að load´a inní leikhúsið… sem er með hvítu parketi – það þarf því að skella dansdúk yfir það
á meðan crewið vann … fórum við hin að skoða lífið í JinJu.
….og komust að því að það er hægt að kaupa minningar..áður en við héldum á live karaoke stað þar sem við höfðum ekkert í heimamennina…þó við settum fram spaðann Björn Hlyn sem tók bítalögin alveg í lange baner…. þetta kennir okkur það að við verðum að fara að læra kóreska stál&hnífur.. annars er ekki séns …
meir um það síðar 🙂
er rokin út í morgunkaffi og svo að skoða hvernig gengur í leikhúsinu en hér halda ævintýrin áfram og ég skal vera dugleg að segja ykkur frá því
með ást & virðingu Rakel