Land of the free, Home of the Brave
Posted December, 11 2012
Þá er komið að því – fyrsti dagurinn í ævintýri okkar hér í New York er að kveldi komin…
Uppsetningin í leikhúsinu gengur alveg rosalega vel… og æfingin með leikurunum í morgun var mjög góð þannig að hér er lítið um stress .. bara gleði 🙂
Harvey leikhúsið sem við sýnum í var byggt árið 1903 er alveg geggjað flott…Set hér nokkrar myndir af fílingnum í húsinu, ótrúlega skemmtilegur stíll… mæli þó með að þið mætið frekar bara til Brooklyn og upplifið.
BAM fagnar á árinu 150 ára afmæli sínu en það hefur starfað frá árinu 1861 eða eins og þeir orða það sjálfir: BAM celebrates an artistic adventure 150 years. Það er gaman að Faust hafi verið valin til að taka þátt í þeirri veislu ( fyrir áhugasama er hægt að lesa um afmælið á http://www.bam.org/150 )
Það er ánægulegt að það er slegist um miða á sýninguna og nánast orðið uppselt á þær sex sýningar sem hópurinn mun sýna hér í borg.. Frumsýnt er á miðvikudaginn… og sú síðasta á sunnudaginn.
Eins og Nilli orðar það þá eru hér á ferð eintómir snillingar…
Eftir vinnu var stefnan tekin í óvissuferð um NY
Ég get huggað ykkur við það að ofurstjarnan ( sjá mynd að ofan ) Svava er mikill ljósmyndari og mun deila með mér mydnum sem ég get sett hér inn… það verður rosalegt…
Þangað til enda ég myndasafnið á einu skáli straight from Land of the free, Home of the Brave
Nýjar færslur verða settar inn dagelga…og allar færslur eru á ábyrgð bloggara.