Lokadagarnir í JinJu
Posted November, 05 2011
Í dag kveðjum við JinJu eftir alveg súper vel heppnaða ferð.. og JinJu búar vægast sagt hafa tekið ástfóstri við okkur… þvílíkar viðtökur. Sýningin er að klárast og rútan á leiðinni…
Hendi inn nokkrum myndum – hef ekki tíma til að skrifa mikið að sinni, en reyni að henda inn ferðasögu í kvöld – svo er það bara Ísland á morgun
Héldum svo skemmtilegt partý á þaki leikhúsins þar sem við buðum uppá veigar til að þakka fyrir okkur – Halli Volvo og Víkingur héldu smá ræðu og svo var bara skálað í íslenskt brennivín og skemmt sér saman – á miðnætti þurftum við að kveðja þakið ( ansi strnagar reglur hér í Kóreu ) og þá var kvöldið bara rétt byrjað….
við byrjuðum að sjálfsögðu á lókal karíókí barnum okkar… en svo tók við ansi skemmtilegt kvöld með heimapartýi og fleira… meir um það síðar, þar sem rútan er að fara að leggja af stað og ég vil síður verða ein eftir í JinJu … þó svo að ég dýrki það að vera hér 🙂
Set eina mynd hér af karíókíbarnum …svo bara to be continued….