LOKADAGURINN Í SEOUL
Posted October, 30 2011
LOKADAGURINN Í SEOUL
당신을 사랑합니다서 울
Þá er lokasýningin a Faust hér í Seoul hafin. Sýningarnar hafa gengið það vel að leikarar hafa verið spottaðir útá götu og beðnir um eiginhandaráritanir….
Einnig hafa leikarar verið spottaðir útí lyftu leikhússins og það er ótrúlegu upplifun fyrir áhorfandann sem og leikarann… þar sem kóreubúarnir vilja ólmir snerta stjörnurnar og trúa ekki aðstöðunni sem þeir eru komnir í
í dag byrjaði sýningin kl 1600 og því gafst smá tími í bæjarferð áður en sýningin hófst. Sumir fóru á rafmagnsmarkað og gerðu dúdur kaup á myndavélum… aðrir shoppuðu og sumir fundu æðri mátt….
Eftir sýninguna í kvöld verður leikmyndinni pakkað niður og flutt til Jin Ju sem er hér sunnan við Seoul. Við förum svo með rútu þangað á morgun sem tekur 4 tíma. Þetta er víst alveg frábær bær ( 300.000 sem búa þar ) og er víst enn sumarveður þar… ekkert að því.Þar munum við sýna 2 sýningar af Faust.
- Gísli að reyna að komast út úr leikhúsinu
Við munum væntanlega detta á ítalskan stað í pizzur eð vinnu lokinni í dag.. og hver veit nema að karaoke´ið verði svo stúterað
En fyrst þarf að huga að búningum, leikmynd, ljósi og hljóði… allt verður að fara með til JINJU
Þó það sé sól og blíða ( hlírarbolsveður ) hér í Sól í dag …og borgin heldur áfram að vera jafn frábær og ávalt eru þeir farnir að draga fram jólastemmningu… maður er greinlega aldrei of snemma á ferð…
Jæja sýningin er að ljúka – þarf að fara að huga að pökkun… kveð í bili með ljúfa FAUST tóna í bakgrun…
~ 안녕 / annyeong Rakel