Rómeó og Júlía. 10 ára afmælissýningar

Posted March, 29 2012

ROMEO & JULIET, Gisli Orn Gardarson, Nina Dogg Filippusdottir, Vesturport

Í ár eru 10 ár frá því að Vesturport frumsýndi Rómeó og Júlíu. Þess vegna verða nokkrar afmælissýningar þar sem allir 10 ára á árinu fá frítt á sýninguna!

Upphaflega var hugmynd hópsins að sýna verkið 15 sinnum.

Nú 10 árum síðar hefur sýningin verið sýnd víðsvegar um heiminn yfir 400 sinnum.

Það er því með stolti og gleði sem hópurinn stígur aftur á svið í þessari litskrúðugu og kraftmiklu fjölskyldusýningu.

Fyrsta afmælissýningin verður miðvikudaginn 4. apríl kl 20.00 í Borgarleikhúsinu.

Það er sem fyrr kjarninn í Vesturporti sem fara með hlutverk í sýningunni en þau eru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippisdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Ólafur Egill Ólafsson, Erlendur Eiríksson, Víkingur Kristjánsson, Kristján Ársælsson, Tómas Aron Guðmundsson og Árni Pétur Guðjónsson. Halldóra Geirharðsdóttir og Gói bætast svo við hópinn.

Miðasalan er hafin á midi.is og í síma 568-8000

ROMEO & JULIET, Olafur Darri Olafsson, Bjorn Hlynur Haraldsson, Vikingur Kristjansson, Vesturport

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir:

… Vesturport hefur sýnt Rómeó og Júlíu yfir 400 sinnum.

…. Nína Dögg fór úr olgnbogalið á einni sýninguni og hrópaði mikið af óviðeigandi blótsyrðum. Sýningar voru feldar niður í 3 vikur. Meiðslin hrjá henni enn.

….Litlu mátti muna að Björn Hlynur hengdi sig á einni sýningunni. Hann missti meðvitund. Hætta þurfti sýningu.

….Jóhannes Níels Sigurðsson sleit kviðvöðva í lokasenu sýningarinnar í London. Hann var keyrður í flýti uppá spítala þar sem hann eyddi nóttinni.

….Leikhópurinn hefur leikið sýninguna á íslensku, ensku og þýsku.

….Gísli Örn rólaði sér einu sinnu með höfuðið upp í rjáfur. Hann fékk gat á hausinn, var saumaður í hléi og kláraði svo sýninguna.

…Hinar og þessar stórstjörnur hafa stigið á svið með hópnum í sýningunni og má þ.á.m nefna Vanessu Redgrave, Timothy Dalton, Joanna Lumley, Jonathan Pryce og fleiri…

ROMEO & JULIET, Arni Petur Gudjonsson, Vesturport

…Eina tryggingin sem Árna Pétri var boðið í laun fyrir að leika prestinn í 15 sýningum á sínum tíma var BENSÍN á bílinn… hann hefur enni ekki fengið bensínið greitt.

…Víkingur Kristjánsson, Árni Pétur Guðjónsson og Gísli Örn Garðarsson eru þeir einu sem ekki hafa misst úr sýningu á Rómeó og Júlíu frá upphafi…

….Fjölmargir íslenskir og breskir leikarar hafa “stokkið” inní sýninguna og stundum hefur tíminn verið svo naumur að leikarar finna það út á leið inná sviðið hver er að fara að leika á móti þeim…

…Leikararnir þurfa að æfa stíft í ræktinni fyrir hverja uppfærslu til þess að koma sér í form.

…Heimildarmyndin Love is in the Air í leikstjórn Ragnars Bragasonar fjallar um ferðalag Vesturports með sýninguna til Englands árið 2003.

…Tómas Aron Guðmundsson var 11 ára þegar hann byrjaði að leika prinsinn í Rómeó og Júlíu, í dag er hann 21 árs og er enn að leika með hópnum.

… Þetta er mjög líklega í allra síðasta sinn sem áhorfandum gefst tækifæri til að sjá þessa stórkostlegu, kraftmiklu og litskrúðugu sýningu sem hefur farið sigurför um heiminn…

Rómeó og Júlía heimasíða

ROMEO & JULIET, Olafur Egill Olafsson, Vesturport