Sígur á seinni hlutann í Toronto
Posted February, 26 2014
Nú eru aðeins tvær vikur eftir af Hamskiptarönni Vesturports í Torontoborg. Hitamælar hafa verið nokkuð góðir við okkur undanfarið, en nú þykir þeim víst nóg komið af óþarfa dekri. Frostið er farið að detta niður í -20 gráðurnar, og þannig verður það áfram allt fram að brottför heim, skv yr.no. Við erum komin í síðu brækurnar aftur. Og sýnum og sýnum. Fyrir fullu húsi. Það er gaman. Where can i get a 5000 dollar loan?
Það hefur lítið frést frá sendiherra Íslands í Kanada (sem reyndar býr í annarri borg), enda hefur hann áreiðanlega nóg að gera. Þessu sýnum við að sjálfsögðu skilning, enda pottþétt mjög umsvifamikil og erfið staða, sendiherra Íslands í Kanada. Viðkomandi situr ugglaust sveittur við.
Okkur var hins vegar boðið til samsætis heima hjá þeim heiðurshjónum Georg A. Bjarnasyni og Ragnheiði Hlynsdóttur, sem hér hafa búið í 30 ár. Þau gerðu sér lítið fyrir og smöluðu Íslendingum búsettum í Toronto í veisluna og varð úr ein stórkostleg kvöldskemmtun. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir!
Það styttist í heimför. Á Íslandi er allt að verða vitlaust. Við fylgjumst spennt með. Ótrúlegt þetta internet.
Bestu kveðjur heim, sí jú sún.
Vesturport´s Metamorphosis is running in Royal Alexandra Theatre Toronto until 10th of mars.