Sjonni Brink

Posted January, 19 2012

Þann 17. janúar sl. var liðið eitt ár frá því að hinn stórkostlegi vinur okkar Sjonni Brink kvaddi þennan heim.

Sjonni var merkur listamaður, einn af stofnendum Vesturports sem og mikið tónskáld. Það er mikill missir af honum. Fyrst og fremst var hann þó stórkostleg manneskja og faðir. Alltaf í stuði – alltaf hress… stráði kærleika og sjarma sínum yfir allt.

Sjonni Brink

Sjonni Brink

Ég vil þakka Sjonna fyrir að kenna mér að lifa lífinu… það er margt sem hefur breyst á þessu ári… Love is You á svo sannarlega vel við.

Ég hlakka til að hitta Sjonna Brink á ný.. sakna hans mikið.. þangað til hef ég sem betur fer góðar minningar af góðum dreng og fallega tónlist…

Hugur minn er hjá hans fallegu börnum, Þórunni, Nínu Dögg og Árna, Eyju og Gunna og öllum þeim sem hafa misst mikið…
með þakklæti í hjarta til ykkar fyrir að hafa leyft mér að kynnast Sjonna,

Rakel.