SÓL OG SURSTRÖMMING. Malmö vertu blessuð. Kaupmannahöfn here we come!

Posted August, 20 2012

Lokasýning á BASTARD í Malmö var í gærdag. Strax að henni lokinni gekk hópur fólks (leikarar að sjálfsögðu ekki þar á meðal) í hið mikla verk að taka hið feykistóra sýningartjald niður. Því verður á næstu dögum pakkað saman með öllu tilheyrandi, ekið yfir Eyrarsundsbrúnna, og þaðan sem leið liggur í Fælleparken í Kaupmannahöfn. Fyrsta sýning á BASTARD þar er 7. september.

Hér fyrir neðan fylgja nokkrar myndir frá afar ánægjulegum – og heitum – Malmö tíma, þar á meðal úr ferð leikhópsins í sumarhús danska leikarans Waage Sandø á dögunum.

Pauli Ryberg hinn danski, tilbúinn að stíga á svið.

Charlotte E. Munksgaard og Birgitte Prins frá Teater FÅR302

Kóngurinn. Waage Sandø.

Sumarhúsið góða.

Håkan Paaske og Fredrik Gunnarson njóta blíðunnar á pallinum.

Malmö á sinn eigin Great Gatsby. Hann heitir Justus.

Ömmi og Halli Volvo búa sig undir átökin. Þetta tjald tekur sig ekki niður sjálft.

Bjössi og Viktor sýningarstjóri.