SÓL OG SURSTRÖMMING. Malmö vertu blessuð. Kaupmannahöfn here we come!

Posted August, 20 2012

Lokasýning á BASTARD í Malmö var í gærdag. Strax að henni lokinni gekk hópur fólks (leikarar að sjálfsögðu ekki þar á meðal) í hið mikla verk að taka hið feykistóra sýningartjald niður. Því verður á næstu dögum pakkað saman með öllu tilheyrandi, ekið yfir Eyrarsundsbrúnna, og þaðan sem leið liggur í Fælleparken í Kaupmannahöfn. Fyrsta sýning á BASTARD þar er 7. september.

Hér fyrir neðan fylgja nokkrar myndir frá afar ánægjulegum – og heitum – Malmö tíma, þar á meðal úr ferð leikhópsins í sumarhús danska leikarans Waage Sandø á dögunum.

Pauli Ryberg hinn danski, tilbúinn að stíga á svið.

Charlotte E. Munksgaard og Birgitte Prins frá Teater FÅR302

Kóngurinn. Waage Sandø.

Sumarhúsið góða.

Håkan Paaske og Fredrik Gunnarson njóta blíðunnar á pallinum.

Malmö á sinn eigin Great Gatsby. Hann heitir Justus.

Ömmi og Halli Volvo búa sig undir átökin. Þetta tjald tekur sig ekki niður sjálft.

Bjössi og Viktor sýningarstjóri.

новые микрозаймы онлайн на карту

Surströmming. Síld sem hefur fengið að rotna í heilt ár. Lyktin er ólýsanlega vond. Þau Hákarl og Skata eiga ekki roð í hana. Svíar éta þetta með bestu lyst... sumir í það minnsta.