Þjóðverjar þeyta horn

Posted June, 23 2012

í gær kíktum við í festivaltjaldið og hittum þar gamla sem og nýja vini. Manfred aðal maðurinn á svæðinu var þar mættur en hann er einmitt stofnandi hátíðarinar.

Tjaldið

Tjaldið

Bloggarinn og vinkona frá Recklinghausen

Bloggarinn og vinkona frá Recklinghausen

inní tjaldinu

inní tjaldinu

Hlustuðum þar á tónleika sem leikarar úr leikhúsin hér í Wiesbaden héldu…

tónleikar

tónleikar

Eftir tónleika komum við á yfir 500 ára gömlum bar og spjölluðum þar við afar skemmtilegan barþjón um lífið í Wisebaden og fengum hann til að gefa okkur upp nafn á besta SPA staðnum hér í bæ.. nú á að tríta sig..

Næsta morgunn ákváðum við svo að fara að ráðum barþjónsins og skella okkur í SPA. Mættum í sundfötum..en komumst fljótt að því að það er ekki stemmningin í þýskum baðhúsum. Í SPA´inu voru allir naktir. Stöldruðum stutt við. 🙂 Á því miður ekki myndir þaðan… þið getið bara reynt að ímynda ykkur allsbera þjóðverja…

Poster í Wiesbaden

Poster í Wiesbaden

Björn aus Öxl

Björn aus Öxl

Það er mikil stemmning hér í Þýskalandi eftir sigurinn á Grikkjum og þreytast þjóðverjarnir seint á að rúnta hring eftir hring, hangandi útúr bílum með fána og þeyta horn eins og engin sé morgundagurinn…

Björn Hlynur

Björn Hlynur í þýsku stuði

En nú fer alvaran að taka við og erum við á leið í leikhúsið þar sem Axlar Björn verður sýndur á morgun…