Vesturport framleiðir kvikmyndina Blóðberg í sumar

Posted July, 14 2014

Vesturport framleiðir kvikmyndina Blóðberg í sumar.

Tökur á fyrstu kvikmynd Björns Hlyns Haraldssonar, Blóðberg, hefjast þann 5.ágúst nk. Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M.Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport í samvinnu við 365 miðla og Pegasus.

Erlendur Cassata stjórnar kvikmyndatökum og Lilja Snorradóttir hjá Pegasus meðframleiðir.

Handritið byggir Björn Hlynur á hans fyrsta leikriti,Dubbeldusch sem Vesturport sýndi við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. Sagan segir af hefðbundinni íslenskri fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræðingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér.
Undir óaðfinnanlegu yfirborðinu liggur gamalt leyndarmál sem einn daginn bankar uppá,og þá breytist allt.

Blóðberg er gamansöm mynd með alvarlegum undirtóni um venjulegt fólk í mjög svo óvenjulegum aðstæðum.

Myndin er öll tekin í Reykjavík og nágrenni og eru í henni stórar senur sem kalla á fjölda aukaleikara. Áhugasamir geta sent mynd á blodberg@vesturport.com og fylgst með á www.vesturport.com

Björn Hlynur leikari
Dubbeldusch, Vesturport