Vesturport í Plzen

Posted September, 12 2015

Hópurinn fyrir utan leikhúsið... nema Gísli... fáum kannski selfie af honum frá París Þá erum við í Vesturporti komin til Plzen, Tékklandi – og erum þar að æfa Brim sem verður frumsýnd hér á morgun, sunnudag.

Allur tími nýttur vel.

Allur tími nýttur vel.

Nína og Ingvar fara yfir málin í leikhúsinu.

Nína og Ingvar fara yfir málin í leikhúsinu… og adda sér á SnapChat.

Það er gaman að segja frá því að meðan við erum hér á meginlandinu erum við líka að frumsýna Í Hjarta Hróa Hattar á Stóra Sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld, sem og að Móðurharðindin sem við frumsýndum síðasta laugardag í kassanum í Þjóðleikhúsinu er einnig í kvöld… þannig Vesturport er á 3 sviðum samtímis 🙂

Það þarf að subba Káetuna í réttan fíling

Það þarf að subba Káetuna í réttan fíling

Hér eru allar hendur skítugar.

Hér eru allar hendur skítugar…eða svona flestar….

Það er greinilegt að hér eru menn vanir, Björn Hlynur að störfum við leikmynd.

Það er greinilegt að hér eru menn vanir, Björn Hlynur að störfum við leikmynd.

Það mætti halda að þeir E. bræður, Ingvar E og Óli E séu í þessu alla daga.

Það mætti halda að þeir E. bræður, Ingvar E og Óli E séu í þessu alla daga.

Myndarlegir menn sem frumsýna Brim á morgun í Plzen.

Myndarlegir menn sem frumsýna Brim á morgun í Plzen.

Svo hvíla menn sig á milli ...

Svo hvíla menn sig á milli …

En nóg um það… og áfram með sögur frá hinni frábæru borg Plzen – þar sem hitinn er rúmar 20 gráður og bjórinn kostar um 150 kall… þetta byrjar vel… eða …. þangað til…

… að flugvélinni hans Gísla Arnar sem fer með hlutverk Benna í Brim var cancelerað. Staðan er því sú að við erum hér í leikhúsinu að æfa á fullu og á meðan gengur Gísli um flugvöllinn í París og leitar sér að nýju fari…. Við treystum því að þetta reddist… 

Við sýnum eina sýningu hér sem áður segir á morgun kl.15.00 og fyrir ykkur sem langar að koma og sjá – þá er því miður orði uppselt…

En hvar er Gísli.... ?

En hvar er Gísli…. ?

Lundin okkar hefur oft verið hressari... en hann er dapur núna og vonar að Gísli fari nú að mæta.

Lundinn okkar hefur oft verið hressari… en hann er dapur núna og vonar að Gísli fari nú að mæta.

Óli og Gísli rötuðu á plakatið.

Óli og Gísli rötuðu á plakatið.

IMG_6305

Nína Dögg elskar símaklefa ( fyrir áhugasama:)

Leikstjórinn, Dívan og Leikskáldið.

Leikstjórinn, Dívan og Leikskáldið.

Gísli og Óli prýða plakatið.

Tekið á móti hinu Góða.

Tekið á móti hinu Góða.

Nína Dögg tók að sér að kaupa klámblöðin fyrir leikmyndina...

Nína Dögg tók að sér að kaupa klámblöðin fyrir leikmyndina…( myndin er blörruð )

Ég læt fylgja með myndir – frá því í dag þegar við vorum að setja upp leikmyndina og held svo áfram að koma með spennandi sögur héðan – og vonandi ferskar fréttir af ferðalögum Gísla…. þetta er að verða æsispennandi….

Hér er linkur á hátíðina

Ástarkveðjur til ykkar allra, Rakel.