Vesturport í Wiesbaden

Posted June, 21 2012

Þá erum við komin til Wiesbaden í Þýskalandi þar sem Axlar Björn mun loka hátíðinni á sunnudaginn. Hér er samkomutjald þar sem allir koma saman í og hafa gaman saman og kynnast og svona…. Er einmitt að fara á konsert þar í kvöld.

Algjörlega frábært tjald og hvet ég í leiðinni vini mína hjá Reykjavíkurborg í að skella svona tjaldi upp yfir sumartímann í Hljómskálagarðinum….( meir um það síðar) 🙂

Ég mun reyna að vera dugleg að taka myndir héðan úr sumarhitanum í þessari fallegu borg og flytja ykkur fréttir af ævintýrum hópsins.

Vesturport sómir sér vel inní tjaldinu

Vesturport sómir sér vel inní tjaldinu

Tjaldið

Tjaldið

Hér er linkur á hátíðina fyrir áhugasama.

þangað til næst…