Vesturport sýnir í kvöld á sama stað og ELVIS spilaði …
Posted June, 24 2012
Við vöknuðum snemma og mætt var í leikhúsið kl 07.00 til að setja upp leikmynd.
Þegar búið var að unload´a trukkinn með leikmyndinni, kom í ljós að það vantaði dúkinn yfir gólfið… 5 metra löng rúlla sem er afar mikilvæg … líklegast dottið í sjóinn á leiðinni..úúúpppsss…
Hinsvegar var sú ótrúlega heppni að vinir okkar Norðmenn höfðu skilið eftir part af sinni leikmynd en þeir sýndu hér fyrir nokkrum dögum, sem var akkúrat gólfdúkur svipaður þeim sem okkur vantaði… og vitir menn hann smell passaði…” þetta reddast” á oft vel við 🙂
Annars er það að frétta af leikhúsinu WARTBURG þar sem Axlar Björn verður sýndur í kvöld að engin annar en sjálfur ELVIS kom til Þýkslands, Wiesbaden þegar hann var í hernum og spilaði í sama sal og við erum í… ekkert amalegt að vera á sama stað og kóngurinn var ! Ekki frá því að það sé hægt að heyra óminn af honum ef vel er hlustað…