VIP og veðurspá

Posted July, 27 2012

Í kvöld fyllist sýningartjaldið á Mölleplatsen í Malmö af merkilegu og mikilvægu fólki og við sýnum það sem hérlendir kalla VIP sýningu. Við erum tilbúin. Annað kvöld er svo hin eiginlega frumsýning. Veðrið í dag lofar góðu en spurningin er þessi: Stenst veðurspáin fyrir annað kvöld? Munu þrumur lýsa upp himinhvolfið og rigningin lúberja tjaldþakið? Í fyrsta skipti síðan við komum hingað út vonum við að norskir veðurfræðingar hafi rangt fyrir sér (útskýring: áreiðanlegasta veðurspá heimsins ku vera norska veðurvefsíðan yr.no. Check it.)