Gísla Erni og Ingvari E. Sigurðssyni fagnað á frumsýningu Hamskiptanna í Osló.
Posted January, 24 2012
Samstarfsverkefni Þjóðleikhúss Norðmanna í Osló og Vesturports á Hamskiptunum (Forvandlingen) var mjög vel tekið af sýningargestum og gagnrýnendum að lokinni frumsýningu þann 14. Janúar sl.
Leikararnir í sýningunni Gisken Arman, Ine Jansen og Christian Skolmen eru allir þjóðþekktir leikarara í heimalandinu en Vesturportararnir Ingvar E. Sigurðsson og Gísli Örn Garðarsson leika á móti þeim. Sá síðarnefndi er jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Sýningin er á norsku og þykir Ingvar hafa tekið persónulegum hamskiptum í meðferð sinni á tungumálinu og hafa norskir gagnrýnendur verið duglegir að eigna sér strákana.
Góðar móttökur
Áhorfendur risu úr sætum og hylltu leikara og listræna stjórnendur (Börk Jónsson, leikmyndahönnuð og Björn Helgason, ljósahönnuð) og skemmtu sér svo fram eftir kvöldi á veitingastað Þjóðleikshússins.
Þar mátti sjá marga af þekktari leikurum, listamönnum og stjórnmálamönnum landsins.
Þetta er í fyrsta skipti sem Vesturport setur upp sýningu í Þjóðleikhúsi Norðmanna og mjög líklegt að framhald verði á samstarfi leikhúsanna.
Hér eru nokkrir dómar frá Norsku pressunni
Aftenposten
VG
Vart Land
Dagbladet
Klassekampen
Dag og Tid
Dagsavisen