BASTARD vel tekið í Köben

Posted September, 13 2012

Skandinavíska BASTARD ævintýrið heldur nú ótrautt áfram, og nú er herjað á Kaupmannahöfn. Við frumsýndum þann 7. september í Fælledparken, sem er staðsettur mjög nálægt sjálfum Parken, fyrir þá sem langar að vita. Þar stendur tjaldið okkar góða til 23. september. Verkið verður svo tekið upp í Borgarleikhúsinu með alíslenskum leikarahóp í lok október. Viðtökur hér hafa verið gleðilega jákvæðar, hér má sjá útdrátt úr blaðadómum.

Ólafur Darri Ólafsson sagði skilið við hópinn í bili, þar sem hann tekst nú á við hlutverk í myndinni hans Ben Stiller. Við óskum honum góðrar skemmtunar og gengis. Við hlutverki hans tók hinn ágæti Guðmundur Ingi Þorvaldsson, og leysir það verkefni eins og sú hetja sem hann er.

Haustið í Kaupmannahöfn er nokkuð svalt, en auðvitað ekkert í líkingu við það sem eyjan okkar góða hefur fengið að þola. Við biðjum kærlega að heilsa heim. Ást og friður.

Bastard premiere in Fælledparken in Copenhagen. Here are some reviews.деньги займ на карту срочно без проверки