HAMSKIPTIN Í TORONTO

Posted February, 15 2014

image

Nú er Hamskiptarönn Vesturports um það bil hálfnað hér í Toronto borg. Viðtökur hafa verið stórgóðar. Standing ovation kvöld eftir kvöld. Kanadískir leikhúsgestir eru víst upp til hópa mjög hógværir, svo þetta þykir ekki sjálfsagt, en Hamskiptin er áhrifarík leiksýning, og ekki að ástæðulausu hvað hún fer víða.

Dvölin hér hefur verið afar ánægjuleg, þrátt fyrir talsverðan kulda framan af. Þannig var frostið að fara vel yfir 20 gráðurnar fyrstu vikurnar. Og reglulega snjóaði. Svar borgaryfirvalda við þessari mestu kuldahrinu síðan mælingar hófust (global warming anyone?) er SALT. Og mikið af því! Ekki er vert að vera að spóka um á sínum fínustu skóm meðan þetta ástand varir. Saltið er ekkert að fara léttum höndum  um skóleðrið – en hey! Rófubeinið er nokkuð seif. Sem er léttir, þegar maður veit af Birni Thors þrammandi um borgina. Björn fer með hlutverk pöddunnar hér úti og eins og þeir vita sem séð hafa sýninguna þá er nauðsynlegt að hafa Björn líkamlega hressan.

Annars er Toronto einstaklega vinaleg borg, sem vert er að mæla með. Fjölbreyttur og girnilegur matarkúltúr, og fullt af góðum bjór!  Og kuldinn er á undanhaldi, hitinn fer að skríða upp í 5-10 gráður í plús í næstu viku, skv yr.no. Vetrarólympíuleikar í fullum gangi, og Kanadamenn raka inn verðlaunum. Við fögnum því!

Við biðjum að heilsa heim!

image

Unnur Ösp og Björn Thors

 

Tom Mannion bíður eftir Arsenalleik á Sportbarnum. Kolbrúnu Schmidt gæti ekki verið meira sama.

Tom Mannion bíður eftir Arsenalleik á Sportbarnum. Kolbrúnu Schmidt gæti ekki verið meira sama.